top of page
Hjálmar 2.jpg

Hjálmar

Ég vil fá mér kærustu

Samhygð

Til þín

Heim á ný

Geislinn í vatninu

700 þúsund stólar

Líð ég um

Veglig vefjan

Hvaða frelsi

Húsið hrynur

Hjálmar

Guðmundur Kristinn Jónsson

Þorsteinn Einarsson

Sigurður Guðmundsson

Nils Olof Törnqvist

Petter Winnberg

Mikael Svensson

 

Maja Landin: Klarinett

Pontus Winnberg: Melodika, fiðla

Samúel Jón Samúelsson: Básúna

Hljóðritað í félagsheimilinu á Flúðum dagana 15. til 19. ágúst 2005

Upptökur: Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson

Hljóðblöndun: Ívar Ragnarsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson

Geimsteinn, Keflavík

Hljóðjöfnun: Thomas Eberg, Cutting Room, Stokkhólmur

Ljósmyndir: Guðmundur Freyr Vigfússon

​Útgáfuár 2005

Ég vil fá mér kærustu

Sænskt þjóðlag

Ísl. texti: Indriði Einarsson

 

Ég vil fá mér kærustu sem allra, allra fyrst

en ekki verður gott að finna hana

því hún skal hafa kinnar eins og hrútaber á kvist

og hvarmaljósin björt sem demantana

og hún skal vera fallegust af öllum innanlands

og iðin við að spinna og léttan stíga dans

og hún skal kunna að haga sér hið bezta.

Þær eru flestar góðar meðan unnustinn er nær

en oss þær eru vissar til að blekkja

en ég vil fá mér eina þá sem ei við öðrum hlær

sem elskar mig og bara mig vill þekkja

og hún skal líka finna beztu hugarró hjá mér

ef húsi mínu færir hún iðni og dyggð með sér

og stóra, fulla kistu beztu klæða.

Og ef ég svo í eina næ jafnt alveg sem ég vil

þá óðara til brullups skal ég feta

og sveitafólk mitt veislu fær sem vantar ekkert til

en vín og hrokafylli sína að éta

og þar skal vera dans og drykkja daga þrjá í röð

hin dýra ást oss gjörir í hjörtunum svo glöð

en til þess verður ofurlitlu að eyða.

 

Samhygð

Þorsteinn Einarsson / Einar Georg Einarsson

 

Á bernskuskeiði braustu úr búðarglugga rúðu,

í gáska einskis gættir og greipst þér kerti og spil.

En dóma harða hlaustu því harla fáir trúðu

að eitthvað gott þú ættir í eðli þínu til.

Kornið verður köggull í kjafti níðs og hroka,

frá rógsins lygnu lindum lækir fikra sig.

Þú ert blóraböggull við bætum í þinn poka

okkar eigin syndum og eyðileggjum þig.

Við erum annars góðir og ætíð stoltir verðum,

þínum glæp frá gleymsku og glötun borgið er.

Þú niðurbrotni bróðir sem berð á veikum herðum

hatur vort og heimsku, ég hræki á eftir þér.

 

Til þín

Sigurður Guðmundsson

 

Hvorugt fann ég, þig eða tímann

þarflaust að lím’ann

og ég held ég hafi aldrei áður komið mér í slíkan lás.

Því ég ann þér? Megi þér glíman,

giskin við símann

verða hugrenning í góðu eða hljóði svo þú verðir hás.

En ég veit að þó við séum eins á litinn

er veröld okkar sundurslitin

á baki þínu stendur að þú búist til að kveðja mig.

Og ég veit að hjarta mitt það er í miðið

verulega sárt og sviðið

og klofið eins og kilja,

þó ég kannski myndi vilja,

mér láist að skilja þig.

Hvorugt finn ég, þig eða tíma

til þess að glíma

Við heimskulegar aðstæður sem henda þartil verð ég lens.

Hef ég nær þér nokkuð sinni verið?

Og hvað sem þér gerið

þá er höfuðið að veði þótt þú fáir allaf annan séns.

En ég veit að þó við séum eins á litinn

er veröld okkar sundurslitin

á baki þínu stendur að þú búist til að kveðja mig.

Og ég veit að ennþá mun ég þurf að bíða

strjúka enni mitt og svíða

og þó að ég sé hjálmur

þá er þessi litli sálmur alveg sérstaklega til þín.

 

Heim á ný

Þorsteinn Einarsson

 

Er hugurinn og himininn

heilög mynda bönd

þá svíf ég um á skýjunum

ókunn kanna lönd

og minningum úr lífunum

skolar upp á strönd.

Uppruninn og örlögin

búa í höfði mér

og hindranir að sigrast á

sama hvernig fer

ég villtist oft í þokunni

en nú er tíminn hér.

Og ég aftur sný, nú kem ég heim á ný.

 

Geislinn í vatninu

Þorsteinn Einarsson

 

Þú fálmar í myrkrinu leitandi

þú hrasar og stendur svo upp á ný.

Blómið í vatninu þráir ljós.

Fegurð þess færir þér yl í nótt.

Þú flýtur með gróðrinum

þar til botni er náð

og þú liggur þar hreyfingalaus um sinn.

Dag einn þá vaknar þú og þú lítur upp,

ísinn er þiðinn og sólin skín.

Geislinn í vatninu gaf þér líf

teygði sig niður til þín af sinni náð.

700 þúsund stólar

Sigurður Guðmundsson

 

Þó ég gæfi upp öndina, ófær um andardrátt framar

andlit mitt gapandi í loftið sem ekkert er

hjarta mitt brostið og greindin beinhvítur hamar

þá barn, í huganum væri ég ávallt hjá þér.

 

Ef veröldin snérist á hæli og léti sig hverfa

hánefjuð hefði sig burt með hurðir og gler.

Þá veggirnir grétu og gólfið, það myndi sverfa

burtgengin spor sem enginn lengur sér.

Ef lægi mitt lík í miðið og mælti eigi

svo mátuleg væru slík örlög, hygði einhver.

Því aldrei eins vitlaus og volaður hefði neinn tregi

velkst í brjósti sem banaði sjálfu sér.

En gæti ég andað á ný og með augunum skæru

örlitla mæðu og stundarkorn leikið mér

og gluggi og hurð á herbergisveggjunum væru

og 700 þúsund stólar, ég settist hjá þér.

 

Líð ég um

Þorsteinn Einarsson

 

Líð ég um í ljóðaham

læt mér vel við una

áður ég í æsku nam

ást við náttúruna.

Hærra sveimar hugurinn

heima yfir bænum

innra með mér frið ég finn

í ferskum morgunblænum

 

Veglig vefjan

Sigurður Guðmundsson / Halldór Kiljan Laxness

Veglig vefjan silfurpánga viðmótsþæg og fín

oft mig útaf hjarta lángar

einkum smakki ég vín

að fá þig fjalladeplan mín

þegar Adams innra

eðli kennir sín.

 

Vart skil vegu hugleiðinga

þeir vísa mér um sinn

þín til skorðan skáhendinga

skemmtileg á kinn

fá vil feginn kærleik þinn

tel hann einan æðri

en Arons gulltarfinn.

Geðsett, glóuð dyggðaskarti

glaðvær, mett svaung

fótnett, fagureygð á parti

framhá, mittislaung

sem keiprétt krotuð fokkustaung

munstur mannprýðinnar

meyja vænst í þraung.

Mér skín skárri sólarglíngri

skærri en drifin smíð

hönd þín, hnúar, nögl á fingri

húðin æskublíð

önd mín oft á þessari tíð

veik og dauða vafin

vaknar í miðri klíð.

Vífsins verðugleik að reikna

vantar mál og róm

Kífsins kenni ég til feikna

hverfur allt sem hjóm

og lífins lifnar í mér blóm

þíns hjá meyjarmittis

mjóum helgidóm.


 

Hvaða frelsi?

Þorsteinn Einarsson

 

Hvaða guð er það sem réttlætir morð

í nafni hins frjálsa heims?

Hvaða frelsi er það?

Frelsi til að kúga frelsi til að sjúga

allan mátt!

Frelsi til að kúga frelsi til að sjúga

 

allan kraft

úr þeim sem hafa ekki neitt.

 

Húsið hrynur

Sigurður Guðmundsson / Steinn Steinarr

 

Þitt hús er bjart eins og helgidómur.

Þitt hús er dýrðlegt sem kóngsins slot.

Þú átt á banka þitt kaup og krónur.

Þú kemst víst tæplega í matarþrot.

Og sælt er að lifa við gull og gengi.

Þín gæfa er mikil svo björt og hlý.

Þú hvorki sorgir né þrautir þekkir.

Og þjónar drottni með kurt og pí.

En milli þilja í þínu húsi

er þrotlaust unnið hvern dag og nótt.

meg hvössum tönnum er nagað, nagað

og nagað mest þegar allt er hljótt.

Þitt hús er voldugt og viðir sterkir

og veggir traustir með saum og hnoð.

En hvassar tennur sem naga og naga

þær naga í gegn hverja máttarstoð

Og bráðum tapast þitt gull og gengi

og gæfan hverfur svo björt og hlý.

Þér finnst hann sár slíkur sleggjudómur

en slotið hrynur með kurt og pí.

bottom of page