Hjálmar
Þorsteinn Einarsson - gítar og söngur
Sigurður Guðmundsson - söngur og orgel
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson - bassi
Helgi Svavar Helgason - trommur og slagverk
Guðmundur Kristinn Jónsson - gítar
Samúel Jón Samúelsson, Básúna
Kjartan Hákonarson, Trompet
Óskar Guðjónsson, Saxófónn
Hjálmar - Yfir hafið
Yfir hafið
Segðu já
Hegðun skýja um vetur
Nú sólin er hnigin
Slingur
Adam átti 7
Draumaland
Eins og þú
Tjörnin
Hljóðritað í Studio Síló, Hljóðrita og Skammarkróknum
Upptökur: Vinny Vamos, Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Guðmundsson og Friðjón Jónsson
Hljómblöndun: Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson
Tónjöfnun: Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson
Blástursútsetningar: Samúel Jón Samúelsson
Upptökustjórn: Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson
Útgefandi: Record Records
Ljósmyndir: Jónatan Grétarsson
Hönnun: Bobby Breiðholt
Myndskreytingar: Ragnar Fjalar Lárusson
Útgáfuár 2020
Yfir hafið (3:57)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson
Ef þetta er draumur og þú ert ekki til
þá hefur myndast í eilífðina bil
og engin getur fyllt það tómarúm
engin nema þú
þó að mér lítist oft ekki á blikuna
þá leitar hugur minn upp til skýjanna
og þegar birtir loksins yfir hel
þá kemur þú til mín
en ég verð víst að sætta mig við að
það er ei gefið að eiga vissan stað
og engin veit hið eina rétta svar
nema kanski þú
ef ég þá bið þig að vitja mín í nótt
þú getur komið og minninguna sótt
og yfir hafið ferðast kveðjan mín
áleiðis til þín
Segðu já (4:31)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson
Á rauðu tungli rís ég upp
og reyni að átta mig á því
það skín á ný með skærri mynd
sé varla á himninum ský
hann tekur rof og hefur frá
það heiðar til eftir skúrina
beiskur hiti hunangsfall
hef mig vart út á götuna
segðu,segðu,segðu,segðu já
strangur vegur fyrir fót
finnst mér þó verra að kveðja
að aftan hef ég enga bót
og ætla á þig að veðja
nú finnst mér hálfnað heim til þín
hvaðan sem vindur á stendur
á meðan þerrisólin skín
ég sæki á þínar lendur
segðu,segðu,segðu,segðu já
Hegðun skýja um vetur (3:38)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson
Stendur það og hreyfist varla úr stað
sækir öldurnar þráir þeirra bað
versni tíð og gerist vindasamt um hríð
sit ég hér og bíð
horfi yfir og sé létta til
norðanfjúk og jörðu hylur fönnin mjúk
falið hálendið undir hvítum dúk
snær vill stríð og af hans vörum blæs um hríð
vindur upp á sig ég sit enn og bíð
horfi yfir og sé létta til
léttir til
Nú sólin er hnigin (4:21)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson
Nú sólin er hnigin út við sjóndeildarhring
nú sefur drótt
englarnir vaka þér yfir í kring
og allt er hljótt
svífðu í drauminn og sofðu nú vært
um svarta nótt
í draumum er alltaf um fjallvegi fært
og föngin sótt
næðir vel að norðan
napurt er hans þel
Kári mundar korðann
kinnar bítur hel
Slingur (4:00)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson
Í kyrrann skóg
mig þögnin dró
loftið allt nístingskalt
og það kyngir niður snjó
ég ber til þín
brotnu skipin mín
fölnuð blóm,liðin hljóm
og á meðan birtan dvín
veröldin er horfin hafsauga í
heimurinn í molum allt fyrir bí
og enginn áttar sig á því
þökk fyrir allt
þú hafa skalt
hjartasár,örfá tár
úti bíður myrkrið svalt
um langan veg
fórum þú og ég
áður fyrr varstu kyrr
en þó óútreiknanleg
Adam átti 7 (4:48)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson
logn og fögur fjallasýn
fyrir okkar augum
er og blessuð sólin skín
sveipuð geislabaugum
ligg ég hér við lækinn þinn
læt vel um mig fara
höndum fer um heita kinn
handan bleikra vara
ég veit engan annan stað
og ég held að þú vitir það
að þá fyndist mér fullkomnað
fyrsta sinni að renna í hlað
enn sem komið er ég veit
ekkert dýrmætara
en það sem ég þarna sá
í þínum augum vera
gefist mér þó gæfa til
geng ég eyju þvera
herðubreið og heljargil
hjá þér til að vera
Draumaland (5:28)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson / Einar Georg Einarsson
Í blíðasta blæ
ber mig út til þín
yfir hafið unaðsblátt
ástin mín
er dagstjarnan dýr
úr djúpinu rís
þýtur hugur hálfa leið
heilladís
það fylgir mér fugl
á ferð er hann einn
lítill,fagur,loftið sker
ljós og hreinn
ég fagnaði þér
og frelsisins naut
og gleðin var djúp
og geigur á braut
ég fagnaði þér
í friði og sátt
öll þessi fegurð
átti sinn þátt
í blíðasta blæ
ber mig upp í sand
dulúð vafið dylst þar mitt
draumaland
ég fagnaði þér
og faðmaði þig
fann hvernig elskan
flæddi um mig
ég fagnaði þér
við fundum hér skjól
og leiddumst í lundinn
er lækkaði sól
Eins og þú (5:35)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson
auðar götur engin heima
en ég þokast áleiðis
á þó góðu til að gleyma
geng þá oft við það á mis
eins og þú,ef ég væri eins og þú
en ég sit við útför drauma
augum gjóir til mín þú
varla er hægt að saman sauma
sífellt ófært engin brú
eins og þú,ef ég væri eins og þú
Tjörnin (4:19)
Lag og texti: Þorsteinn Einarsson/Einar Georg Einarsson
Fyrir löngu fannstu litla tjörn
falin var hún milli trjánna
ein í þéttum skógi undurhrein
yfir hvolfdist loftið fagurbláa
þangað komu dýr og drukku vatn
djúpur var hinn helgi friður
sá mun ekki þurfa að sakna neins
er situr þar og horfir niður
en nú finn ég ekki leiðina heim
og hef tapað öllum blómunum
ég veit ég hefði átt að hlýða þér
og heldur fylgja öllum reglunum
sá mun aldrei þurfa að sakna neins
sem sáttur er við einfaldleikan tæra
og finna afdrep fyrir blómin sín
fegurð heimsins lætur andan næra
honum verður lífsins gata greið
hann getur þroskað eigin sálartetur
öðrum djúpa gleði gefur hann
og gerir allt svo miklu betur
en nú finn ég ekki leiðina heim
og hef tapað öllum blómunum
ég veit ég hefði átt að hlýða þér
og heldur fylgja öllum reglunum