Hjálmar:
Þorsteinn Einarsson
Sigurður Guðmundsson
Guðmundur Kristinn Jónsson
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
Helgi Svavar Helgason
Samúel Jón Samúelsson, básúna
Kjartan Hákonarson, trompet
Óskar Guðjónsson, saxafónn
Nicole Burt, raddir
Althea Layne-Hamilton, raddir
Maja Landin, klarinett
Hjálmar - Órar
Órar
Á tjörninni
Áttu vinur augnablik
Ég teikna stjörnu
Borð fyrir tvo
Eilíf auðn
Náttúruskoðun
Í gegnum móðuna
Haust
Óðar þó ég gleymi
Lítið lag
Hljóðritað í Hljóðrita, Hafnarfirði og Harry J, Kingston
Upptökur:
Guðmundur Kristinn Jónsson
Sigurður Guðmundsson
Jón Valur Guðmundsson
Friðjón Jónsson
Stephen Stewart
Hljóðblöndun:
Guðmundur Kristinn Jónsson
Sigurður Guðmundsson
Hljómjöfnun:
Styrmir Hauksson
Umslag:
Bobby Breiðholt
Ljósmyndir:
Jónína de la Rosa
Útgáfuár 2011
Í gegnum móðuna
Þorsteinn Einarsson
Ef að ég legg aftur augun,
þá munt þú sjá hver ég er.
Þá munt þú átta þig á því,
allt sem ég á gef ég þér.
Við höfum tapað áttum,
við erum týnd í þessum byl.
Ég breiði snjó yfir þig,
allt sem ég hef gef ég þér.
Ég mun aldrei gleyma,
þú varst mitt skjól.
Í gegnum móðuna sé ég mikil undur
eins og ég sé fyrstur í gegnum þokuna.
Ég reyni að kalla á þig, og þú snýrð þér við
í því eitthvað brestur og ég skýst inn á annað svið.
Óðar þó ég gleymi
Sigurður Guðmundsson
Mér er öllum ólokið enn.
Öllu lokið læsum við senn
Árla vakna vinnandi menn
löngum fingri fikra ég enn
Öllu minna mæli ég þó
mælti skelkur maður og hló
Maður fær á endanum nóg
Þitt er valið – verkefnið stórt
Vaktu ei því húmið er hljótt
Velur enginn stað sinn í nótt
harla óvær tekurðu sótt
Þú skalt heim halda í bráð
heimskur sá, hægstur í lágð
Heimi léðust ljúkandi ráð
Aldrei mun það auðnast mér
að enda þessa þraut
óðar þó ég gleymi þér
þá gakktu vina á braut
Vott er veður – vot eru tár
Vont er eitt það æpandi sár
Mér skal ætla mörghundruð ár
meir en nokkuð – nokkru er skár
Skildi reynast – réttara sagt
Reynir mælir - meldir svo akkt
Reikul orð orka skakkt
Því skal maður meina vel
og muna aðra stund
glaður þó ég gleymi þér
þú gæska, vonarsprund.
Skyldi manni merjast það að
meika næsta haust
góða skal ég geyma þig
já meta skal ég meir en þig
það mesta gæfumerkisstig
gleymméreyalaust.
Borð fyrir tvo
Sigurður Guðmundsson / Bragi Valdimar Skúlason
Ég býð þér ekki margt,
þú mátt samt eiga það – litla sem ég hef.
Ég glaður gef, þetta smáræði.
Ég gef þér sjaldan hrós,
samt er ég heillaður – af flestu sem að þér snýr.
En í mér býr – ónóg af áræði.
Ég býð þér sjaldnast út
og oftast gríp ég með – einnota tökumat.
En ekki í kvöld,
kvöldið fer á söguspjöld.
Ég á borð fyrir tvo
til að bjóða þér að.
Borð fyrir tvo
Hvernig líst þér á það?
Borð fyrir tvo
er það ekk' eitthvað?
Ég á borð fyrir tvo – við skulum nýta okkur það.
Ég býð þér aldrei upp
þó svo ég eigi til að stíga fáein spor
mig skortir þor – ég hangi á bláþræði.
Ég býð þér ekki margt
þú mátt samt hirða það – litla sem ég á
Og taka mér
um það bil eins og ég er.
Ég á borð fyrir tvo
til að bjóða þér að.
Borð fyrir tvo
Hvernig líst þér á það?
Og þetta borð fyrir tvo
er það ekk' eitthvað?
Ég á borð fyrir tvo – við skulum setjast við það.
Ég á borð fyrir tvo
á ágætum stað.
Borð fyrir tvo
Hvernig líkar þér það?
Borð fyrir tvo
og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég á borð fyrir tvo – við skulum setjast þar að.
Órar
Þorsteinn Einarsson
Ég hafði um það óra
og hef eflaust enn
að hún myndi tóra
og eflast í senn
en oft er það snúið
og snærið er þvalt
og nú er það búið
svo blessaða kalt
en ef þú hefur ráð
þá láttu mig vita af því
og ég geri það allt sem þú mælir um
það er svo sem ekkert
annað ég veit
og svo að það tíðkast
í borg og í sveit
ef það er skoðað
og vel er að gætt
þá vildi ég gjarnan
með þér getað snætt
og ef þú hefur ráð
þá láttu mig vita af því
og ég geri það allt sem þú mælir um
Náttúruskoðun
Þorsteinn Einarsson
Ef að þig ber út af leið
áttu við að staldra
og þar magna mikinn seið
mestan allra galdra
halda skaltu í höndina
heimsins ef þú getur
vinda upp á villuna
við það hafa betur.
Ef þinn harmur heftar þig
heims í þungu basli
þá er ráð að ræskja sig
ryðja út öllu drasli
bera út myrkrið börum í
brosa svo við öllum
reyna að gera gott úr því
gefa harminn tröllum.
Eilíf auðn
Þorsteinn Einarsson
Eilíf auðn flaug þar framhjá
leystist upp og þaut á ská
út í geim fjarri öllu
fjarlægum seim hringdi bjöllu.
Er ég frjáls eða bundinn
veit ég hvort ég er fundinn
ef ég veit er ég betri
er það skráð of smáu letri?
Augnablikin ár og stund
eru horfin á þinn fund.
Ef þú lýsir leiðina
læt ég enda biðina.
Engan mátt veit ég meiri
aftur á bak þó ég keyri.
Elskan mín fyrirgefðu
betur gert margir hefðu.
Á tjörninni
Þorsteinn Einarsson / Einar Georg Einarsson
Í tjörninni alls konar óþverri lifir
og endurnar líða nauð
því herskari máfa hellist yfir
hjartagott fólk með brauð.
Seint verður þessum öndum auðið
að eignast stykki feitt
þær guggna svo fljótt á að gogga í brauðið
og geta ekki barist neitt.
En máfurinn verður montinn og digur
og mikill á allan veg
þetta er alveg sanngjarn sigur
og samkeppnin heiðarleg.
Lífið er erfitt litlu peði
og leikbrögð þess einskis nýt
endur sem bera ekki grimmd í geði
þær geta víst étið skít.
Lítið lag
Þorsteinn Einarsson
Ég er lítið lag
leik um dimmar nætur
dreymi um þann dag
dimman undan lætur.
Heyr minn bljúga brag
blíðlega hann lætur
hugsa um allra hag
hef á öllu gætur.
Ég er lítið ljóð
lesi hver sem getur
orðum safna í sjóð
svo mér líði betur.
Blekið er mitt blóð
blessað sálartetur
þér að yrkja óð
yljar kalda vetur.
Haust
Þorsteinn Einarsson / Einar Georg Einarsson
Haustið er tími tregans
þá titrar lauf á grein
og uppi í fögru fjöllum
fellur mjöllin hrein.
Birtan fer burt um tíma
þá blæða gömul sár
en blygðastu þín ekki bróðir
þó bliki á hvarmi tár.
Því tárið sem titrar á vanga
talar þeirra mál
sem eiga sér öðrum fremur
einlæga draumasál.
Og þeir eru sífellt að sakna
sumarsins frá í gær
vina sem hafa horfið
og hennar sem var þeim kær.
Báran var blíð í sumar
en byltist nú yfir sker
því hún sem þú einni unnir
er orðin fráhverf þér.
En blygðastu þín ekki bróðir
þótt bliki á hvarmi tár
því haustið er tími tregans
og treginn er alltaf sár.
Áttu vinur augnablik
Þorsteinn Einarsson / hjálmar
Áttu vinur augnablik
enn í þínum fórum
eða hefur óbeint strik
ógnað þér á fjórum?
Ekkert er svo alveg frá
að ekki megi laga
vitlaust er að vilja sjá
vin sinn gólfið naga.
Sest þá sólin
sleikir malbikið
segðu mér hvað það er
sem lét þig missa trúna.
Ekki er ég alvitur
en ég get þó sagt þér
að við þessar aðstæður
er best að gæta að sér.
Láist þér að láta af
ljótum siðum þínum
þóknast mun ég þér alltaf
þá við saman hrínum
sest þá sólin.........
Ég teikna stjörnu
Þorsteinn Einarsson
Ég teiknaði stjörnu á gólfið
og risti í kross
gaf því svo koss.
Það er einhver móða hjá þér
og byrgir mér sýn
ég næ ei til þín.
En þegar sólin sest
og rökkrið smýgur inn til mín
þá hugsa ég samt alltaf til þín.
Ég málaði ótal myndir
myndir af þér
og setti í gler.
En þegar sólin sest
og rökkrið smýgur inn til mín
þá hugsa ég samt alltaf til þín.